Gæðaeftirlit og úttektir

Gæðaeftirlit er ávallt mikilvægur þáttur í hverju fyrirtæki eða stofnun sem vill skara fram úr og veita framúrskarandi þjónustu. Á ÖA er lögð mikil áhersla á gæðaeftirlit og úttektir (innra og ytra eftirlit) með það í huga að leita að leiðum til að bæta þá þjónustu sem boðið er upp á. Nýjungar og þróun í starfsháttum á ÖA þurfa ávallt að miða að því skila árangri í aukinni vellíðan og öryggi þeirra sem hér eiga heimili og þeirra sem hér starfa. Þess vegna er lykilatriði að metið sé hvort að aðgerðir til úrbóta séu að skila tilætluðum árangri. Ýmis mælitæki eru notuð til að meta gæði hér hjá ÖA, alþjóðlegt RAI mat, skorkort, hlýleikakannanir og fleira. Opinská umræða um hvað er gert vel og hvar eru tækifæri til úrbóta er mikilvæg til að andrúmsloft sé til staðar sem er hvetjandi til umbóta og framfara.

Síðast uppfært 14. apríl 2020