Íbúafundir

Markmið íbúafunda er að stuðla að aukinni þátttöku og áhrifum íbúa og aðstandenda á starfsemi ÖA. Tilgangur íbúafunda er að búa til vettvang þar sem íbúar og aðstandendur geta fjallað um sín hagsmunamál og er einnig samráðsvettvangur þeirra og stjórnenda ÖA. Upplýsingum um þróun þjónustunnar og stefnu á hverjum tíma er einnig miðlað á þessum fundum.

Á vordögum 2014 var tekin ákvörðun um að breyta fyrirkomulagi Notendaráðs Hlíðar frá því að vera miðlægir fundir í það að vera samráð í nærumhverfi íbúa með húsfundum á heimilum, sambærilegt og tíðkast í Lögmannshlíð. Markmið slíkra funda er sambærilegt og markmið notendaráðsins, þ.e. að stuðla að virkri þátttöku íbúa og aðstandenda í rekstri heimilisins og samstarfi við ákvarðanatöku.  Forstöðumenn heimila ÖA bera ábyrgð á húsfundum og eru þeir haldnir á heimilum ÖA að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári.

Síðast uppfært 17. maí 2017