- Heimilin
- Dagþjálfun - Tímabundin dvöl
- Þjónusta
- Gæði og þróun
- Hagnýtt
Starfsfólk og stjórnendur hjá Öldrunarheimilum Akureyrar leggja ríka áherslu á gæði þeirrar þjónustu sem veitt er íbúum og gestum, auk þess sem að hjá ÖA er stundað öflugt þróunarstarf. Hjá ÖA er gæðakerfi sem byggir á þeirri hugmyndafræði sem ÖA starfar eftir, einkum Eden og Þjónandi leiðsögn. Stoðir gæðakerfisins liggja í alþjóðlega viðurkenndum mats- og mælitækjum hjúkrunarfræðinnar og þeim gæðastöðlum sem gæðateymi ÖA hafa sett fram og eftirfylgni með framkvæmd þeirra.
Vinna gæðateyma ÖA byggja á því að nýta þverfaglega menntun og reynslu starfsfólks til að búa til heildstæða þjónustu með þarfir notenda í fyrirrúmi. Þannig vinna hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar, sálfræðingur og læknar saman að því að tryggja sem besta þjónustu við einstaklinginn. Þá leggur ÖA áherslu á vellíðan íbúa og annarra notenda þjónustu hjá ÖA, eflingu einstaklingsins, umhyggju og virðingu fyrir manneskjunni sjálfri, samvinnu milli starfsmanna og notenda þjónustu ÖA.
Hjá ÖA hefur verið lagt áherslu á nýtingu velferðartækni til að bæta þá þjónustu sem hér er í boði, rannsóknarstarf í samvinnu við háskólana til að stuðla að nýsköpun og þróun og jákvætt starfsumhverfi, sem byggir á virðingu og stuðningi, til að laða að hæfasta starfsfólkið.
Gæðaráð ÖA skipa:
Berglind Eiðsdóttir hjúkrunarfræðingur, Lögmannshlíð.
Guðlaug Linda Harðardóttir hjúkrunarfræðingur, Víði-Furuhlíð.
Helga Guðrún Erlingsdóttir, hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarforstjóri.
Þóra Sif Sigurðardóttir í fjarveru Helgu.
Öldrunarheimili Akureyrar l Austurbyggð 17, 600 Akureyri l Sími 460 9100 l Netfang hlid (hjá) akureyri.is