Vígsla flygils í samkomusalnum í Hlíð

Björn Helgi Björnsson og Friðný Sigurðardóttir
Björn Helgi Björnsson og Friðný Sigurðardóttir

Síðasta vetrardag var nýr flygill vígður á Hlíð en það er Gjafasjóður ÖA sem greiddi hljóðfærið.

Flygillinn sem um ræðir er af gerðinni Schimmel, smíðaður í Þýskalandi c.a. 20-25 ára. Hann var í Selfosskirkju og kom þaðan í Hljóðfærahúsið í Reykjavík í skiptum fyrir nýjan. Búið er að uppfæra flygilinn – skipta um alla strengi (eru um 300 talsins) og stilliskrúfur, stilla spilverk ofl. Hljóðfærið hljómar fallega og sérlega gott að spila á það að sögn þeirra sem það hafa gert.  

Kaffikvintettinn sem kemur og spilar á miðvikudögum, ásamt Birni Helga Björnssyni, píanóleikara og nema við Tónlistarskóla Akureyrar, sáu um að vígja gripinn við mikla ánægju viðstaddra. 

Enn vantar gamla flyglinum heimili og er áhugasömum bent á að hafa samband á fridny@akureyri.is fyrir frekari upplýsingar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan