Verðlaunaafhending fyrir hjólakeppni

Fullur salur af hjólagörpum
Fullur salur af hjólagörpum

Það hefur svo sannarlega verið líf og fjör í sjúkraþjálfuninni unanfarnar vikur, en þar hefur farið fram alþjóðleg hjólakeppni.
Keppendur notast við hugbúnaðin Motiview sem gerir þeim kleift að hjóla í borgum og bæjum um allan heim.

Keppt var í 194 liðum og voru 4.333 keppendur sem komu frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Kanada. Lið Hlíðar endaði í 5. sæti með um 80 keppendur og lið Lögmannshlíðar endaði í 38. sæti með 3 keppendum.


Allir þátttakendur fengu verðlaunapenning og voru þeir sem hjóluðu lengst heiðraðir sérstaklega.
Hlíð karlar:

1. Torfi Leósson 497 km og 21. sæti í heildarkeppni kk
2. Bogi Þórhallsson 268 km
3. Snæbjörn Pétusson 213 km

Hlíð konur:

1. Jónína Axelsdóttir 239 km og 25. sæti í heildarkeppni kvk.
2. Aðalheiður Einarsdóttir 173 km
3. Snjólaug Jóhannsdóttir og Sonja Kristinsson 132 km

Fjóla Ísfeld í Lögmannshlíð hjólaði lengst allra Íslendinga 616 km og var einnig í 10. sæti í heildarkeppni kvenna.

Hlíð varð í 5. sæti með 4338 km hjólaða.

Þetta er í annað sinn sem Öldrunarheimilin taka þátt í keppninni en þriðja sinn sem hún er haldin. Mikið keppnisskap hefur verið hjá þátttakendum og auka opnunartími var í sjúkraþjálfun svo keppendur gætu hjólað meira. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan