Vegleg gjöf til Öldrunarheimila Akureyrar

Helga Erlingsdóttir tekur við gjöfinni fyrir hönd ÖA
Helga Erlingsdóttir tekur við gjöfinni fyrir hönd ÖA

Andri Gylfason og Ingibjörg Elín Jónasdóttir fulltrúar Lionsfélagana Aspar, Ylvu, Hængs, Lionaklúbbs Akureyrar, Sifjar og Vitaðsgjafar komu færandi hendi á dögunum. Þau færðu Öldrunarheimilum Akureyra að gjöf átta SamsungTabA spjaldtölvur til notkunnar fyrir íbúa til þess að auðveld samskipti í mynd við ættingja og vini á þessum fordæmalausu tímum.

Starfsfólk ÖA hefur verið duglegt að nýta sér tæknina undanfarnar vikur. Mikið er tekið af myndum og sett inn á facebooksíður hvers heimilis fyrir aðstandendur að fylgjast með. Farið var í spurningakeppni á milli heimila, íbúum og starfsfólki til mikillar skemmtunar og tæknin notuð til að fara í bíltúr um borg og bæi. Starfsfólk hefur einnig hvatt ættingja til að hringja myndsímtöl í ættinga sína og hefur það gengið vel. 

Þessi gjöf er svo sannarlega kærkomin og fá Lionsklúbbarnir bestur þakkir fyrir.