Þakklæti fyrir þátttöku og þolinmæði

Við viljum byrja á að þakka ykkur öllum fyrir þolinmæði, skilning og jákvæð viðbrögð við lokuninni hjá okkur hér í Hlíð og Lögmannshlíð.

Við fylgjumst grannt með þróun mála og hvetjum alla til þess að fara áfram að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarna, viðbragðsáætlun okkar hefur verið virkjuð og við vinnum eftir henni.

Eins og er er heimsóknarbann enn í gildi, starfsemi dagþjálfana er óbreytt en dregið hefur verið úr miðlægu iðju- og félagsstarfi. Allir viðburðir á vegum Öldrunarheimilanna falla niður þar til annað verður auglýst.

Aðstandendur eru beðnir um að draga úr sendingum til íbúa, á t.d. tímaritum og þess háttar sem borið gætu með sér smit inn á heimilin.

Vinsamlegast hafið samband við starfsfólk viðkomandi heimilis ef óskað er eftir aðstoð við að hringja myndsímtöl til íbúa, við aðstoðum gjarnan og lánum íbúum spjald- eða fartölvu ef þörf er á.

Hér má finna upplýsingar um símanúmer og netföng innan Öldrunarheimilanna.

Með von um áframhaldandi gott samstarf,
stjórnendur og starfsfólk ÖA.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan