Styrkur frá Oddfellowreglunni

Ester Einarsdóttir og Sigurlaug Guðmundsdóttir
Ester Einarsdóttir og Sigurlaug Guðmundsdóttir

Öldrunarheimili Akureyrar fengu í gær afhentan 1.000.000 kr styrk í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar. Rebekkustúkan nr. 16. Laufey, veitti styrkinn til starfssemi Lífsneistans. En Lífsneistinn hefur það að markmiði að auka félagslega, tilfinningalega og sálræna vellíðan fólks með heilabilun.

Styrkurinn hefur nú þegar nýst meðal annars til kaupa á meðferðarkisum sem bregðast við snertingu og hreyfingu. Skynörvandi púða sem breytir hreyfingu í tónlist. Skynörvandi kjöltupúðar sem veitir ró og eykur líkamsvitund. Hljóðmagnarar sem færa notendum með heyrnaskerðingu tal og tónlist. 

Gjöfin mun nýtast vel í starfi og þakkar Öldrunarheimilið kærlega fyrir góðvildina. 

Ester Einardóttir deildarstjóri iðju- og félagsstarf á Hlíð veitti styrknum viðtöku við hátíðlega athöfn að viðstöddum Laufeyjarsystrum. 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan