Stjórnendaþjálfun á ÖA

Katrín, Halla, Björg og Ingunn ásamt Kristjáni Má sálfræðingi og umsjónarmanni LMI námsins.
Katrín, Halla, Björg og Ingunn ásamt Kristjáni Má sálfræðingi og umsjónarmanni LMI námsins.

Undanfarin þrjú ár hafa starfsmenn ÖA tekið þátt í námskeiðinu „Árangursrík stjórnun" sem er hluti af LMI námi sem Kristján Már Magnússon sálfræðingur hefur umsjón með og stýrir. Námið er stjórnendaþjálfun sem byggir á því viðhorfi að mannauðurinn sé stærsta auðlind hvers fyrirtækis og mikilvægt er að hver og einn noti til fullnustu getu sína og möguleika. Námskeiðisefnið gefur verkfæri sem hjálpa til við að takast á við þau viðfangsefni sem stjórnendur eru með í daglegu starfi.


Það er sönn ánægja að segja frá því að í vetur hafa fjórir nemar verið í náminu og eru þeir nú útskrifaðir. Þessir nemar eru Björg Jónína Gunnarsdóttir deildarstjóri dagþjálfunar, Halla Berglind Arnarsdóttir verkefnastjóri hjúkrunar í Austurhlíð, Katrín Olsen Björnsdóttir aðstoðarforstöðumaður í Eini- og Grenihlíð og Ingunn Eir Eyjólfsdóttir verkefnastjóri þróunar- og nýsköpunarverkefnis í dagþjálfun Austurhlíðar.


Til hamingju Björg Jónína, Halla, Ingunn Eir og Katrín.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan