Skráning hafin á markaðstorg í Hlíð

Engill verður til
Engill verður til

Það er löngu orðinn siður að halda markaðstorg í Hlíð ár hvert í nóvember. Það verður engin undantekning á því í ár og er starfsfólk iðju- og félagsstarfs byrjað að taka niður skráningar fyrir borð. Hefðin hefur verið sú að borðið kostar eitt stykki lukkupakka sem seldir eru á markaðsdeginum sjálfum. Öll innkoma af lukkupakkasölunni
er notuð til ánægju- og gleðistunda daglegs lífs í Hlíð. Undanfarin ár hefur söluborðum farið fjölgandi en í fyrra var sögulegt hámark en þá voru borðin 35 talsins.

 Lögð er áhersla á að hafa vöruúrvaldið fjölbreytt og ættu flestir að finna eitthvað áhugavert og skemmtilegt. Nú þegar er úrvalið orðið mjög fjölbreytt, allt frá húðvörum til húsgagna. Markaðstorgið er öllum opið og hvetjum við alla þá sem hafa áhuga á að panta hjá okkur borð.

Í ár eins og undanfarin ár verða til sölu munir sem gerðir eru af íbúum og þjónustuþegum. Það hefur verið líf og fjör í smiðjunni og handverksstofunni því þar hefur verið unnið hörðum höndum að skemmtilegum og fallegum munum síðustu mánuði. Margar hendur hafa lagt hönd á plóg og hlökkum við til að sýna ykkur afraksturinn.

Markaðstorgið í ár verður laugardaginn 9.nóvember og er hægt að panta borð í síma 460 9208 á hlid-felagsstarf@akureyri.is eða astaa@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan