Samráð Eden heimila á Íslandi

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA, Rannveig Guðnadóttir, svæðisstjóri Eden Alterna…
Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA, Rannveig Guðnadóttir, svæðisstjóri Eden Alternative Iceland, Karin Dahl landskoordinator Eden Danmark, og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA.

Fjölmennt var á fundi Eden heimilanna, sem haldinn var á Laugarbakka síðastliðinn 26. apríl. fulltrúar frá Eden heimilunum á Íslandi hittast tvisvar á ári og eiga samráð auk þess sem fundurinn er nýttur til fræðslu fyrir Eden heimilin. Karin Dahl landskoordinator Eden Danmark mætti á fundinn og fjallaði um kjarna Eden hugmyndafræðinnar og vegferð danskra Eden heimila. Gafst þar tækifæri til að skoða eigin aðstæður og hvernig hægt er að vinna með að þróa Eden vegferðina áfram. 

Þá kíkti Karin einnig í heimsókn til Akureyrar og kynnti sér starfsemi ÖA og fengum við því einnig að njóta þess að hitta hana hér á heimavelli.

Við þökkum Karin kærlega fyrir samveruna á fundinum og góða heimsókn til okkar á Öldrunarheimilum Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan