Saman stöndum við, sem aldrei fyrr

Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson
Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson

Hjónin Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson vildu leggja sitt af mörkum í COVID-19 faraldrinum, þau stofnuðu facebókarsíðuna Saman stöndum við, sem aldrei fyrr og hrintu af stað söfnun sem lauk 1. maí.

Tilgangur söfnunarinnar var að safna peningum fyrir SAk og Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA), til kaupa á öndunarvél fyrir Sak og spjaldtölvum fyrir ÖA.

Við færum Helgu og Helga kærar þakkir fyrir að hugsa til okkar og þann hlýhug og frumkvæði sem þau sýndu ÖA. Það er ómetanlegt að finna fyrir velvilja og stuðningi í samfélaginu gagnvart íbúum Öldrunaheimila Akureyrar.

Kærar þakkir til allra sem tóku þátt og veittu málefninu stuðning, íbúar ÖA njóta góðs af ykkar framlagi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan