Ráðstefna um samþætta hjúkrun

Aníta Magnúsdóttir (lengst til hægri) ásamt R. Trelstad-Porter, Árúnu Sigurðardóttur og Þóru Jenný G…
Aníta Magnúsdóttir (lengst til hægri) ásamt R. Trelstad-Porter, Árúnu Sigurðardóttur og Þóru Jenný Gunnarsdóttur sem einnig fluttu erindi um umönnun aldraðra á ráðstefnunni.

Ráðstefna um Integrative nursing (samþætt hjúkrun) var haldin í þriðja skipti dagana 22. – 24. maí. í borginni Galway á vesturströnd Írlands. Á ráðstefnunni voru 250 þátttakendur, þar af voru 15 þátttakendur frá Íslandi, okkar fulltrúar frá ÖA voru Aníta Magnúsdóttir, Helga G. Erlingsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

Á ráðstefnunni komu saman hjúkrunarfræðingar sem starfa við rannsóknir, kennslu, klíniska vinnu og stjórnun. Markmiðið var að koma á framfæri gagnreyndri þekkingu, kanna aðferðir/leiðir og bestu starfsvenjur til að skila samþættri umönnun sem stuðlar að heilbrigði og vellíðan skjólstæðinga, og heilbrigðu starfsumhverfi.

Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir, m.a. var Aníta Magnúsdóttir með erindi sem nefndist How the Eden Alternative Philosophy and Person-centered Care Affects Residents Qulity of live.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan