Opið hús í Hlíð í dag, föstudag, frá kl. 13 til 18

Starfsfólk og skjólstæðingar á Hlíð á góðviðrisdegi.
Starfsfólk og skjólstæðingar á Hlíð á góðviðrisdegi.

Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa byrjað nýja starfsemi í dagþjálfun sem nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða þjónustu, aukinn sveigjanleika og breytilegan þjónustutíma. Verkefnið er unnið á grunni leyfis heilbrigðisráðuneytisins frá október 2018. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára, með heimild til framlengingar til tveggja ára í viðbót, að undangengnu mati á framvindu verkefnisins og árangri. Daglegur þjónustutími í dagdvöl er rýmkaður til kl. 20 eða 21 á kvöldin og þjónustudögum fjölgað úr 250 í 365. Tíu af 17 tímabundnum hjúkrunarrýmum ÖA verða nýtt sem dagdvalarrými og til tímabundinnar dvalar með sveigjanlegan opnunartíma alla daga ársins.

Opið hús verður í Hlíð í dag, föstudag, frá kl. 13 til 18 þar sem þessar nýjungar í þjónustunni verða kynntar.

Nánar er fjallað um verkefnið í frétt Vikudags sem lesa má hér.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan