Nýr verkstjóri ráðinn í þvottahúsið

Rögnvaldur
Rögnvaldur

Rögnvaldur B. Rögnvaldsson hefur tekið við starfi verkstjóra í þvottahúsinu í Hlíð af Ástu Hrönn Jónasdóttur. Rögnvaldur er skagfirðingur en flutti til Akureyrar ungur að árum. Hann hefur starfað við ýmislegt frá unga aldri, meðal annars unnið með nemendum í Glerárskóla, verið verkstjóri í dömubindaverksmiðju ásamt því að gegna klósettvörslu á almenningssalernunum undir kirkjutröppunum.

Áhugamál hans fylla þó lífið að miklu leiti því bæði er hann ansi liðtækur tónlistarmaður og áhugalistmálari.

Mottóið hans er að reyna að hafa gaman af lífinu og það bera kaffitímarnir í þvottahúsinu glöggt merki.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan