Niðurstöður úr Motiview hjólakeppninni

Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum lauk föstudaginn 28. september og lauk lið Hlíðar keppni í 4. sæti. Við hjá ÖA erum mjög stolt yfir árangri liðsins, en alls tóku 122 lið þátt í keppninni sem spannaði fjórar vikur. Saman hjóluðu þessi 122 lið 52348,3 km en þar af hjólaði lið Hlíðar 2351,4 km.
Samtals tóku rúmlega 2400 manns þátt í heimsleikunum sem var sett upp bæði sem einstaklings- og liðakeppni. Bæði lið Hlíðar og Lögmannshlíðar náðu svo sitthvorum keppanda inná topp tuttugu lista keppninnar, en Fjóla Ísfeld lauk keppni í 15. sæti kvenna með 243,6 km hjólaða, en hún keppti fyrir hönd Lögmannshlíðar, og Torfi Leósson kláraði keppni í 15. sæti karla, með 233,4 km hjólaða, en hann keppti fyrir hönd Hlíðar.
ÖA óskar keppendum í heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum innilega til hamingju með árangurinn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan