Nám og námskrá í velferðartækni

Fyrsti námshópurinn í velferðartækni að loknu náminu í SÍMEY
Fyrsti námshópurinn í velferðartækni að loknu náminu í SÍMEY

Námið, sem hófst í SÍMEY í janúar sl., á sér nokkurn aðdraganda. Fyrir tæpum fjórum árum var unnið stefnuskjal um þróun í velferðarþjónustu og var í framhaldinu auglýst eftir styrkjum til þess að þróa nám í velferðartækni. Öldrunarheimili Akureyrarbæjar og Reykjavíkurborg sóttu um styrk og síðan komu að verkefninu SÍMEY og Framvegis – miðstöð símenntunar í Reykjavík. Í febrúar 2018 var sett upp verkáætlun fyrir verkefnið og hafist handa við að móta það. Verkefnið var tvíþætt, annars vegar að þróa námsefni í velferðartækni og hins vegar að prufukeyra námið.

Nú liggur fyrir skýrsla um þetta verkefni og reynsluna af því. Þar kemur fram að námskráin Velferðartækni hafi fengið vottun sem viðurkennd námsleið í framhaldsfræðslunni og er hún nú aðgengileg á námskrárvef mennta- og menningarmálaráðuneytisins www.namskra.is. Sem þýðir að allar símenntunarmiðstöðvar geta nú boðið upp á nám í velferðartækni fyrir markhóp framhaldsfræðslunnar með aðkomu Fræðslusjóðs.

Á haustönn 2019 stefnir SÍMEY að því að bjóða upp á nám í velferðartækni í samvinnu við Öldrunarheimili Akureyrarbæjar og mögulega fleiri aðila.

Nánari umfjöllun er hér á heimasíðu Símey.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan