Lokaspretturinn í World Road for Seniors hjólakeppninni

Kátir hjólagarpar
Kátir hjólagarpar

Undanfarnar vikur hefur verið líf og fjör í sjúkraþjálfuninni á Hlíð, en þar hefur staðið yfir heimsmeistaramót í hjólreiðum. Nú er lokaspretturinn hafinn en keppninni lýkur á föstudaginn og hjólagarparnir okkar standa sig frábærlega.

Lið Hlíðar er í 5. sæti og hefur hjólað yfir 3.000 km og eru hjólin þéttsetin þessa dagana. Boðið hefur verið upp á aukaæfingar og hafa þær verið vel sóttar og mikil stemming myndast. Það eru 200 lið og 4000 keppendur frá 7 löndum, þ.e. Norðurlöndunum, Kanada og Bretlandi sem taka þátt.

Verðlaunaafhending mun fara fram þriðjudaginn 1. október kl. 13 í salnum á Hlíð. Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan