Lögmannshlíð: Hjúkrunarfræðingur

Lögmannshlíð
Lögmannshlíð

Öldrunarheimili Akureyrar óska eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í Lögmannshlíð til afleysingar í ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 70% starf í vaktavinnu. Unnið er þriðju hvortu helgi 12 tíma vaktir, auk þess þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir.

Á Öldrunarheimilum Akureyrar fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi sem er í stöðugri þróun. Unnið er eftir Þjónandi leiðsögn og Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilsbrag og lífsgæði íbúanna.
Skipulögð fræðsla er fyrir nýtt starfsfólk.

Helstu verkefni:
· Sinnir almennum hjúkrunarstörfum, skipuleggur og ber ábyrgð á að hjúkrun sé veitt í samræmi við Eden hugmyndafræðina, markmið og gæðastefnu ÖA.
· Skipuleggur hjúkrun og þjónustu við íbúa við lífslok og sinnir aðstandendum.
· Hvetur alla starfsmenn til að vinna markvisst að einstaklingshæfðri þjónustu, svo hver og einn fái eftir þörfum aðhlynningu, leiðbeiningar og örvun til sjálfshjálpar.
· Hefur frumkvæði að hagræðingu, faglegri þróun og skipulagningu á þjónustu við íbúa. Tekur þátt í þróunarverkefnum.
· Sér um eftirlit og mat á gæðum hjúkrunar.

Menntunar- og hæfniskröfur:
· Próf og íslensk starfsréttindi sem hjúkrunarfræðingur.
· Áhugi á öldrunarþjónustu og vinnu með öldruðum.
· Frumkvæði, jákvæðni og samstarfsvilji.
· Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
· Vilji til að þróast í starfi og tileinka sér nýjungar.
· Að vera reiðubúinn að leita nýrra leiða í þjónustu við aldraða.
· Góðir skipulagshæfileikar.
· Vilji og metnaður til að taka að sér og ljúka verkefnum.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.
· Sjálfstæði í starfi.
· Nákvæmni í vinnubrögðum og eftirfylgni.
· Reglusemi og samviskusemi
· Tölvukunnátta (word, excel, outlook).
· Reynsla af ritun texta.
· Áhersla er lögð á háttvísi, góðvild, gagnkvæma virðingu, stundvísi, góða mætingu og heiðarleika.
· Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
*Hæfniskröfum er ekki raðað eftir mikilvægi þeirra

Í umsókninni þarf að koma fram greinargott yfirlit yfir starfsreynslu og menntun umsækjanda.

Heimilin eru reyklausir vinnustaðir.

Upplýsingar um Lögmannshlíð má finna á heimasíðu heimilanna www.hlid.is

Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli kl. 11:00-16:00.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Aníta Magnúsdóttir, starfandi forstöðumaður í Lögmannshlíð. Netfang: anitam@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuveri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Umsóknarfrestur er til og með 1. september

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan