Lífsgæði eldra fólks: athugun á áhrifum Benecta

Jóhanna Berglind Bjarnadóttir
Jóhanna Berglind Bjarnadóttir

Genís á Siglufirði, Háskólinn á Akureyri og Öldrunarheimili Akureyrar undirrituðu samstarfssamning í febrúar 2017 um forathugun á áhrifum fæðubótarefnisins Benecta® á almenna líðan og lífsgæði íbúa og gesta við ÖA. Umsjón með verkefninu af hálfu ÖA annaðist Jóhanna Berglind Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður við Eini- og Grenihlíð. Jóhanna Berglind vann að forathuguninni sem hluta af diplómanámi í stjórnun á heilbrigðisvísindasviði, við Háskólann á Akureyri. Forathugunin var unnin á fyrri hluta ársins 2017 og lokaverkefninu skilaði Jóhanna í janúar 2018.

Tilgangur verkefnisins var að skoða hvort fæðubótarefnið hefði áhrif á lífsgæði eldra fólks að mati þeirra sjálfra. Ýmsir þættir geta haft áhrif á upplifun einstaklinga á eigin lífsgæðum auk þess sem hækkandi aldri fylgja ýmsar breytingar, líkamlegar og heilsufarslegar og geta ákveðnir eiginleikar í fari eldra fólks haft áhrif og kallað fram ólík viðbrögð. Í forathuguninni var notuð blönduð rannsóknaraðferð, lagðir fyrir matslistar, safnað umsögnum og tekin viðtöl við þátttakendur. Slóð á verkefnið er hér að neðan og einnig slóð inn á heimildaþátt N4 sem jafnframt er hluti af verkefninu.

Jóhanna Berglind lauk diplómanámi sínu í stjórnun á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri í febrúar 2018.

 Lífsgæði eldra fólks    Benecta á N4

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan