Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun

Á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) hefur nýsköpunar- og þróunarverkefnið um sveigjanlega dagþjálfun verið starfrækt síðan í febrúar 2019. Unnið hefur verið áfangamat þar sem farið er yfir fyrstu niðurstöður verkefnis eftir fyrsta starfsárið. Áfangamatið er að finna á heimasíðunni undir Gæði og þróun, beinn linkur á skýrsluna er hér.

Þann 6. mars síðastliðinn var áfangamatið kynnt fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Öldrunarheimilin fengu mjög jákvæð viðbrögð við fyrstu niðurstöðum og var í framhaldinu gerð áætlun um áframhaldandi þróun verkefnis fyrir árið 2020.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan