Hrafninn er kominn út

Hrafninn er kominn út. Hrafninn er að þessu sinni í sannkölluðum páskabúning og eins og endranær kennir ýmissa grasa í blaðinu. Fjallað er um heimsóknir barna á ÖA á öskudaginn, blómadag í Hlíð, Lífssöguna, dagskrána framundan í iðju- og félagsstarfi og margt fleira. Þá birtum við pistil eftir Hjördísi Kristjánsdóttur íbúa og meðlim í ritstjórn Hrafnsins um fyrstu saumavélina hennar og skemmtilegar vísur eftir Álfheiði Jónsdóttur sem einnig býr á ÖA. Nýtt í Hrafninum að þessu sinni er páskaleikur fyrir íbúa og notendur í dagþjálfun og tímabundinni þjálfun en fimm heppnir hljóta páskaegg í verðlaun fyrir rétt svör.

 

Hrafninn berst á heimili ÖA síðar í dag og í fyrramálið.

Netútgáfa Hrafnsins er aðgengileg hér

Sjón er sögu ríkari og ritstjórn mælir eins og áður með því að njóta þess að lesa Hrafninn með góðum kaffibolla. 

 

Góða skemmtun 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan