Hrafninn er kominn út

Nýjasta tölublaðið af Hrafninum er komið út. Blaðinu verður dreift á heimilin á næstu dögum. Þorrablótin á ÖA spila stórt hlutverk í umfjöllun febrúarblaðs Hrafnsins, en önnur umfjöllunarefni í blaðinu eru til dæmis: opið hús í nýju dagþjálfuninni í Austurhlíð, Motiview áheitasöfnun í Lögmannshlíð, breytingar í smiðjunni og fleira.

Eins og endranær mælum við með því að njóta þess að lesa Hrafninn yfir góðum kaffi- eða kakóbolla og vonum að lesendur hafi gaman að blaðinu.

Netútgáfu af Hrafninum má finna hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan