Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð á ÖA

Sanne Einfeldt
Sanne Einfeldt

Sanne Einfeldt er kennari við Socil- og Sunnhedsskolen á Fjóni í Danmörku. Hún er sjúkraþálfari og meðferðaraðili í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð með sérhæfingu í að vinna með streitu og álag. Sanne kom ásamt meðkennara sínum í heimsókn síðastliðinn vetur til að kynna sér starfsemi og nýjungar á svið velferðartækni.
Í framhaldinu af því ákvað Sanne að koma aftur til Akureyrar og kynna sér starfsemi ÖA enn betur og ferðast um landið. Hún vildi endurgjalda ÖA fyrir móttökurnar og bauð íbúum og starfsfólki uppá á tíma í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð án endurgjalds.
Mikil ánægja er með meðferðina bæði hjá íbúum og starfsfólki og eru þegar nokkrir úr hópnum búnir að panta sér tíma í áframhaldandi höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan