Höfðingleg gjöf frá MND félaginu á Íslandi

Lögmannshlíð
Lögmannshlíð

MND félagið færði Lögmannshlíð hjúkrunarheimili rausnarlega gjöf í október síðastliðnum, Hydroven 3 bjúgpumpu með fylgihlutum. Bjúgpumpuna er hægt að nota á einstaklinga með mikla bjúgsöfnun t.d. MND sjúklinga sem svara ef til vill ekki annarri meðferð svo sem teygjusokkum eða þvagræsilyfjum. Viðkomandi er þá klæddur í einskonar hulsu sem veitir þrýstinudd og hjálpar til við að losa um bjúginn og getur þetta skipt sköpum fyrir lífsgæði einstaklinganna.


MND er ólæknandi hrörnunarsjúkdómur sem leggst á hreyfitaugar og veldur með tímanum lömun í öllum líkamanum. Á Íslandi greinast um sex manneskjur á ári hverju með MND og sex deyja. Að meðaltali eru 15-20 manns með sjúkdóminn á hverjum tíma. MND félagið er öflugt félag sem styður við einstaklinga sem greinast með MND og fjölskyldur þeirra. Félagið heldur úti góðri heimasíðu með gagnlegum upplýsingum og þar er hægt að styrkja félagið, www.mnd.is.

Þessi höfðinglega gjöf mun koma okkur að góðum notum og þökkum við innilega fyrir. 

MND logo

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan