Höfðingjaleg gjöf til Víði- og Furuhlíðar

Nú á aðfangadag barst Víði- og Furuhlíð höfðingleg gjöf. Það voru dætur og ástvinir Öldu Alexandersdóttur og Stefáns Kristjánssonar sem litu óvænt við og gáfu þessa glænýju og glansandi fallegu Kitchen Aid hrærivél til minningar um foreldra sína. Alda lést 26. nóvember s.l. eftir samtals 13 ára búsetu á heimilinu, fyrst á Furuhlíð en lengst af á Víðihlíð. Stefán bjó á Furuhlíð í tvö ár þar sem hann lést árið 2016. Enginn vafi leikur á að þessi gjöf kemur að góðum notum og þess má geta að dæturnar voru varlar búnar að kveðja og komnar út úr dyrunum þegar vélin var komin á fullan snúning í að þeyta jólaísinn! Við þökkum hjartanlega fyrir okkur :)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan