Hertar sóttvarnarráðstafanir innan ÖA

Höldum bilinu. Landspítali, WHO og Embætti landlæknis.
Höldum bilinu. Landspítali, WHO og Embætti landlæknis.

Í ljósi fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu sl. sólahringa hefur Viðbragðsráð ÖA hert sóttvarnarráðstafanir innan veggja heimilanna skv. leiðbeiningum frá Almannavörnum, Embætti landlæknis og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

1. Takmarkanir á heimsóknum til íbúa miðast við eina heimsókn á dag, 1 gestur í hverri heimsókn fyrir sig. Mælst er til að 1-2 nánustu aðstandendur sinni hlutverki heimsóknaraðila og að þeir sýni ýtrustu varkárni í sóttvörum.

2. Skilyrði fyrir heimsókninni er að spritta hendur við komu.

3. Aðstandendur eru beðnir um að fara styðstu leið inn og út úr einkarými/íbúð íbúa, staldra ekki við í sameiginlegum rýmum og vera ekki í samneyti við aðra íbúa.

4. Öllum gestum á ÖA ber að virða 2ja metra regluna.

5. Aðstandendur sem hafa verið erlendis koma ekki í heimsókn á ÖA í 14 daga eftir heimkomuna.

6. Aðstandendum sem hafa umgengst einstaklinga með Covid-19 smit, er óheimilt að koma í heimsókn á ÖA.

7. Aðstandendum sem finna fyrir kvefi og eða öðrum flensulíkum einkennum (hósta hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang ofl.) er óheimilt að koma í heimsókn á ÖA.

8. Aðstandendum sem hafa verið í einangrun vegna Covid-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift, er óheimilt að koma í heimsókn á ÖA.

9. Áfram er mælst til þess að aðstandendur hafi smitrakningarapp Embættis landlæknis í símum sínum.

10. Íbúa er heimilt að fara í göngutúr/bíltúr með heimsóknargesti.

Staðan er tekin á hverjum degi og við förum að tilmælum almannavarna og sóttvarnarlæknis, ef aðstæður breytast verður áætlunin endurskoðuð.

Takk fyrir samvinnuna, þolinmæðina og skilninginn.

 

Hér má nálgast heildarútgáfu leiðbeininga Viðbragðsráðs ÖA:

Leiðbeiningar heildarútgáfa 

Landspítali hefur í samvinnu við Embætti landlæknis og WHO gefið út nokkur veggspjöld sem skoða má hér:

Örugg samskipti

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan