GLeðivika á Hlíð

Það var mikið um að vera á Hlíð í síðustu viku. Miðvikudaginn 19. júní var farið í Kvennahlaupið, eftir hádegið var öllum konum boðið frítt í vöfflur og bleika köku á Kaffi Sól í tilefni dagsins og var mikið líf og fjör. Seinni partinn kom til okkar Grand Rapids Symphony Youth Choir, sem er ungmennakór frá Grand Rapids, Michigan í Bandaríkjunum. Þau sungu falleg lög frá Afríku, Bandaríkjunum og Evrópu. Á fimmtudeginum var gleði bingó og á föstudeginum var svo hinn árlegi Gleðidagur. Margir lögðu leið sína til okkar og var hægt að skoða skemmtilegan varning á sölubásum, Kjarnafæði bauð upp á grillaðar pylsur og Ísbúð Akureyrar bauð upp á ís. Þórunn Birna sýndi dansatriði sem keppir á heimsmeistaramóti í dansi í Portúgal nú í sumar og Kvennakór Akureyrar söng falleg sumarlög.

Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera þessa daga skemmtilega. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan