Gjafir frá Arion banka

Frá vinstri: Ingi Þór Ágústsson, Aníta Magnúsdóttir, Guðmundur Friðriksson, Aðalheiður Pétursdóttir …
Frá vinstri: Ingi Þór Ágústsson, Aníta Magnúsdóttir, Guðmundur Friðriksson, Aðalheiður Pétursdóttir og Ingi Steinar Ellertsson

Þann 18. desember sl. komu þau Ingi Steinar Ellertsson svæðis- og útibússtjóri og Aðalheiður Pétursdóttir fjármálaráðgjafi hjá Arion banka í heimsókn á Lögmannshlíð. Arion banki á Akureyri er nýlega búinn að flytja úr stóru húsnæði í Geislagötu 5 yfir í nýtt og glæsilegt útibú á Glerártorgi. Vill bankinn láta gott af sér leiða og finna hlutum nýtt heimili sem ekki gátu fylgt á nýjan stað og Lögmannshlíð fékk því að gjöf gamlar og skemmtilegar innrammaðar ljósmyndir af Akureyri eftir Hallgrím Einarsson. Hlíð fékk ýmis húsgögn s.s. stóla og borð. Aníta Magnúsdóttir forstöðumaður á Lögmannshlíð og Guðmundur Friðriksson íbúi tóku við ljósmyndunum fyrir hönd íbúa Lögmannshlíðar og munu finna þeim góðan stað. Ingi Þór Ágústsson forstöðumaður á Austurhlíðum tók við húsgögnunum og er nú þegar búinn að finna góð not fyrir þau. Við þökkum kærlega fyrir okkur á Öldrunarheimilum Akureyrar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan