Fræðsla sem er öllum opin - netfræðsla

Sí- og endurmennt skipar stóran sess í starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar(ÖA.) það gera einnig nýjungar og tækni. Vorið 2018 gerðum við tilraun til þess að netvæða hluta af nýliðafræðslunni okkar. Til þess að halda utan um hana var notaður hugbúnaður sem ekki var að nýtast nægileg vel, því var tekin ákvörðun um að setja fræðsluna á heimasíðuna og er hún öllum opin. Nú geta allir farið þar inn og skoðað þá fyrirlestra sem nýliðar eru að fara í gegnum. Fyrirlestrarnir eru frá 6 mín. til 30 mín., alls eru þetta sjö erindi og tekur tvo tíma að fara yfir þau auk þess fá starfsmennirnir fræðslu sem ekki er kennd í gegnum netið eins og skyndihjálp og vinnuvernd og líkamsbeiting. Nýtt starfsfólk hefur 14 daga frá fyrsta starfsdegi til að ljúka fræðslunni.
Regluleg fræðsla fyrir nýtt starfsfólk hefur verið tvisvar á ári, þessi nýjung auðveldar fræðslu fyrir þennan hóp, þannig að þegar nýtt starfsfólk tekur til starfa er tilbúin fræðslu í ákveðnum málaflokkum og þurfa þeir því ekki að bíða eftir næstu nýliðafræðslu sem gat verið eftir marga mánuði.
Skráning er á allri fræðslu sem Öldrunaheimilin skipuleggja og sér starfsmaðurinn yfirlit yfir þá fræðslu sem hann hefur sótt á eg.akureyri.is.
Fyrirhugað er að halda áfram að þróa netfræðsluna og er næsta verkefni fræðsla um vaktavinnu og vellíðan. Slóðin ínn á fræðsluna er hér

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan