Forsetafrúin og fulltrúar frá Alzheimersamtökunum í heimsókn

Eliza Reid forsetafrú ásamt Fjólu Ísfeld íbúa í Lögmannshlíð
Eliza Reid forsetafrú ásamt Fjólu Ísfeld íbúa í Lögmannshlíð

Undanfarin ár hafa ÖA og Alzheimersamtökin unnið saman að ýmsum verkefnum á sviði almennrar fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við einstaklinga með heilabilun og fjölskyldur þeirra.

Föstudaginn 7. febrúar komu góðir gesti í heimsókn, það voru Eliza Reid forsetafrú og verndari Alzheimersamtakanna, Sigurbjörg Hannesdóttir fræðslustjóri Alzheimersamtakanna og Vilborg Gunnarsdóttir framkvæmdarstóri Alzheimersamtakanna.

Tilefni komunnar til Akureyrar var að fylgja úr hlaði verkefninu „Styðjandi samfélag", sem er samvinnuverkefni Alzheimersamtakana og ÖA. Kynningarfundur var í Ketilhúsinu þar sem verkefnið og fræðsla um heilabilun fór fram, markaði það upphaf verkefnisins. Akureyrarbær er fyrsta sveitarfélagið sem leggur upp í vegferðina og áætlunin gerir ráð fyrir því að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið.

Áður en fundurinn hófst var gestunum boðið í heimsókn í Lögmannshlíð þar sem þeir snæddu morgunverð með íbúum og fengu kynningu á starfsemi Öldrunarheimila Akureyrar. Í tilefni dagsins var m.a. boðið upp á Bessastaðabrauð.

Eftir heimsóknina í Lögmannshlíð var ferðinni heitið í Hlíð, þar tók á móti þeim Ingunn Eir Eyjólfsdóttir verkefnastjóri sem kynnti þróunarverkefnið „Sveigjanleg dagþjálfun", og heilsað var upp á starfsfólk og gesti í dagþjálfun.