Ert þú Heilavinur?

Ég er Heilavinur
Ég er Heilavinur

Eliza Reid forsetafrú er fyrsti Heilavinurinn, númer hvað ert þú?

Til þess að verða Heilavinur skráir þú þig á heimasíðunni www.heilavinur.is og horfir þar á stutt myndband sem sýnir helstu einkenni heilabilunar og hvernig bregðast á við þegar einstaklingur er í vanda og virðist ekki ráða við aðstæður.

Það eina sem þarf er að vera tilbúinn til að sýna samhug og vinsemd og koma auga á einstaklinginn á bak við sjúkdóminn.

Því fleiri sem gerast Heilavinir þeim mun meiri líkur eru á að einstaklingur með heilabilunarsjúkdóm upplifi sig velkominn í sínu samfélagi og finni fyrir öryggi.

Gleymdu ekki að skrá þig!