„Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“

Í hverri viku kemur fjöldi sjálfboðliða í heimsókn á Hlíð og Lögmannshlíð, þeir sýna mikla ósérhlífni og veita íbúum gleði og ánægju. Þeir auðga lífið og hjálpa íbúum til að viðhalda tengslum við samfélagið.


Sjálfboðaliðarnir aðstoða íbúa til þátttöku í ýmsum viðburðum eins og spilamennsku og bingó, steikja kleinur, baka, hitta og spjalla við íbúana, syngja og dansa, heilar hljómsveitir mæta á kráarkvöldum og öðrum viðburðum svo eitthvað sé talið upp.

Á hverju ári bjóða Öldrunarheimilin sjálfboðaliðum til veislu á aðventunni til að sýna þessum hetjum og snillingum þakklætisvott. Starfsfólk í eldhúsi sér um að framreiða dýrindis krásir. Ekki náðist vegna færðar og veðurs að halda veisluna á aðventunni því var brugðið á það ráð að hafa nýársfagnað sem haldin var 9. janúar.

Takk fyrir kæru sjálfboðaliðar við erum rík að eiga ykkur að.

 

Hér má finna fleiri myndir frá veislunni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan