Við lífslok - Upplýsingar fyrir aðstandendur

Við lífslok - Upplýsingar fyrir aðstandendur
Við lífslok - Upplýsingar fyrir aðstandendur

Bæklingurinn "Við lífslok - Upplýsingar fyrir aðstandendur" er nú aðgengilegur á heimasíðu ÖA.

Það fylgir því oft mikið álag og óvissa að eiga ástvin sem er deyjandi. Ýmsar tilfinningar geta vaknað hjá aðstandendum og ekki er óalgengt að þeir hafi áhyggjur af því að dauðastundin sjálf verði ástvini þeirra erfið.

Öll erum við einstök og nálgumst dauðann hvert á sinn hátt. Silja Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc. á Víði- og Furuhlíð tók saman upplýsingar um einkenni sem eru algeng á síðasta stigi lífsins. Þau þurfa ekki að vera öll til staðar hjá þeim sem er deyjandi, né koma fram í sérstakri röð. Stundum koma þau fram einhverjum dögum fyrir andlátið en stundum einhverjum klukkustundum.

Bæklingurinn er gefinn út af Öldrunarheimilum Akureyrar í október 2019 ©.

Rafræna útgáfu má nálgast undir flipanum "Hagnýtt" eða smella HÉR. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan