Alþjóðlegi Alzheimersdagurinn

Alþjóðlegi Alzheimersdagurinn er laugardaginn 21. september. Að því tilefni verða Alzheimersamtökin með málstofu á Grand Hótel Reykjavík með yfirskriftinni: Ég er enn ég! Mannréttindi fólks með heilabilun.

Á ÖA verða í dag bakaðar kökur í tilefni dagsins.

Við hvetjum alla sem hafa tök á að fara á málstofuna, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. En einnig verður hún sýnd á facebooksíðu samtakanna. 

 

Einnig hafa Alzheimersamtökin hafið sölu á hálsmeni til styrktar samtökunum, þau verða til sölu hjá ÖA fljótlega.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan