Aðstandandaskólinn styrktur af Heilbrigðisráðuneytinu

Þegar maki eða foreldri greinist með heilabilunarsjúkdóm, breytist margt. Það fellur oft í hlut aðstandenda að sinna umönnunarhlutverki og það getur verið erfitt að átta sig á aðstæðum og ganga í gegnum þessar breytingar án stuðnings. Aðstandandahlutverkið er krefjandi og getur haft áhrif bæði á heilsu og atvinnu.
Síðastliðinn vetur var boðið upp á aðstandandaskóla að danskri fyrirmynd, einskonar námskeið fyrir maka og fullorðin börn þessa markhóps. Á námskeiðinu var boðið upp á viðeigandi fræðslu og stuðning, umræður og aðstandendum gafst tækifæri á að hitta aðra sem eru í svipuðum aðstæðum

Mikill áhugi og ánægja var af hálfu aðstandenda með aðstandandaskólann veturinn 2018-2019, í ljósi þess var ákveðið að halda áfram með þetta þróunarverkefni og bjóða uppá annað námskeið veturinn 2019-2020 í svipuðu formi og hófst það 16. september 2019. Að loknum þessum vetri metum við niðurstöður s.s. með tilliti til forms og innihald námskeiðsins. Ef jákvæð niðurstaða verður sjáum við að önnur bæjafélög geti nýtt námskeiðsformið og efnið.

Það er okkur mikil ánægja og hvatning á ÖA að segja frá því að heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að styrkja þetta verkefni þannig að það geti orðið fyrirmynd annarra sambærilegra verkefna víðar um land.

 

Dagskrá Aðstandandaskólans má finna hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan