Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Rögnvaldur

Nýr verkstjóri ráðinn í þvottahúsið

Rögnvaldur B. Rögnvaldsson hefur tekið við starfi verkstjóra í þvottahúsinu í Hlíð
Lesa fréttina Nýr verkstjóri ráðinn í þvottahúsið
Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson

Saman stöndum við, sem aldrei fyrr

Hjónin Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson vildu leggja sitt af mörkum í COVID-19 faraldrinum, þau stofnuðu facebókarsíðuna Saman stöndum við, sem aldrei fyrr og hrintu af stað söfnun sem lauk 1. maí. Tilgangur söfnunarinnar var að safna peningum fyrir SAk og Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA), til kaupa á öndunarvél fyrir Sak og spjaldtölvum fyrir ÖA. Við færum Helgu og Helga kærar þakkir fyrir að hugsa til okkar og þann hlýhug og frumkvæði sem þau sýndu ÖA. Það er ómetanlegt að finna fyrir velvilja og stuðningi í samfélaginu gagnvart íbúum Öldrunaheimila Akureyrar. Kærar þakkir til allra sem tóku þátt og veittu málefninu stuðning, íbúar ÖA njóta góðs af ykkar framlagi.
Lesa fréttina Saman stöndum við, sem aldrei fyrr
Tilslakanir á ÖA vegna Covid-19

Tilslakanir á ÖA vegna Covid-19

Undanfarnar vikur hér á ÖA, líkt og annarsstaðar í heiminum, hafa verið mjög ólíkar því sem við eigum að venjast.
Lesa fréttina Tilslakanir á ÖA vegna Covid-19
Hrafninn er kominn út

Hrafninn er kominn út

Nýtt blað af fréttablaði ÖA, Hrafninn er komið út. Það eru skemmtilegar myndir, viðtöl og frásagnir af lífinu á Öldrunarheimilum Akureyrar síðustu mánuði.
Lesa fréttina Hrafninn er kominn út
Helga Erlingsdóttir tekur við gjöfinni fyrir hönd ÖA

Vegleg gjöf til Öldrunarheimila Akureyrar

Fulltrúar Lionsklúbba komu færandi hendi á dögunum
Lesa fréttina Vegleg gjöf til Öldrunarheimila Akureyrar
Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun

Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun

Á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) hefur nýsköpunar- og þróunarverkefnið um sveigjanlega dagþjálfun verið starfrækt síðan í febrúar 2019. Unnið hefur verið áfangamat þar sem farið er yfir fyrstu niðurstöður verkefnis eftir fyrsta starfsárið. Þann 6. mars síðastliðinn var áfangamatið kynnt fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Öldrunarheimilin fengu mjög jákvæð viðbrögð við fyrstu niðurstöðum og var í framhaldinu gerð áætlun um áframhaldandi þróun verkefnis fyrir árið 2020.
Lesa fréttina Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun
Handboltalið Þórs mokaði snjó við Hlíð og Lögmannshlíð. Myndirnar tók Páll Jóhannesson.

Myndir frá heimsóknum í marsmánuði

Þrátt fyrir lokun Hlíðar og Lögmannshlíðar höfum við fengið góðar heimsóknir í mars. Takk fyrir okkur.
Lesa fréttina Myndir frá heimsóknum í marsmánuði
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Óskað eftir bakvörðum í velferðarþjónustu

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu. Útbreiðsla Covid-19 getur orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað álag á vissum starfstöðvum. Mikilvægt er að tryggja lögbundna þjónustu og aðstoð við viðkvæmustu hópana og því hefur verið ákveðið að setja saman bakvarðasveit.
Lesa fréttina Óskað eftir bakvörðum í velferðarþjónustu
Þakklæti fyrir þátttöku og þolinmæði

Þakklæti fyrir þátttöku og þolinmæði

Við viljum byrja á að þakka ykkur öllum fyrir þolinmæði, skilning og jákvæð viðbrögð við lokuninni hjá okkur hér í Hlíð og Lögmannshlíð. Við fylgjumst grannt með þróun mála og hvetjum alla til þess að fara áfram að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarna, viðbragðsáætlun okkar hefur verið virkjuð og við vinnum eftir henni. Eins og er er heimsóknarbann enn í gildi, starfsemi dagþjálfana er óbreytt en dregið hefur verið úr miðlægu iðju- og félagsstarfi. Allir viðburðir á vegum Öldrunarheimilanna falla niður þar til annað verður auglýst.
Lesa fréttina Þakklæti fyrir þátttöku og þolinmæði
Áríðandi tilkynning

Áríðandi tilkynning

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Öldrunarheimila Akureyrar vegna sýkingar af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi. Öldrunarheimili Akureyrar hafa tekið þá ákvörðun að loka hjúkrunarheimilum sínum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7.mars þar til annað verður formlega tilkynnt.. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir. Öldrunarheimili Akureyrar eru hér að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands. Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!
Lesa fréttina Áríðandi tilkynning
Frá sóttvarnalækni

Frá sóttvarnalækni

Sóttvarnalæknir beinir því til rekstraraðila hjúkrunarheimila að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar: Íbúar hjúkrunarheimila eru flestir aldraðir og / eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma. Þeir eru því í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni. Við viljum því biðja þá sem eru með kvefeinkenni, flensulík einkenni eða hafa ferðast nýlega til skilgreindra áhættusvæða samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis að gæta varúðar og koma ekki í heimsóknir á hjúkrunarheimilið.
Lesa fréttina Frá sóttvarnalækni