Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Þessa dagana stendur yfir hjólakeppni milli íbúa dvalar og hjúkrunarheimili á norðurlöndunum sem not…

Velferðartækni - nýsamþykkt stefna Akureyrarbæjar

Stefna Akureyrarbæjar á sviði velferðartækni var samþykkt í bæjarstjórn á þriðjudaginn. Áhersla er lögð á nýsköpun og tæknilegar lausnir við þróun velferðarþjónustu. Markmiðið er að auka lífsgæði notenda, bæta vinnuumhverfi starfsfólks og nýta betur auðlindir til að mæta mannfjöldaþróuninni.
Lesa fréttina Velferðartækni - nýsamþykkt stefna Akureyrarbæjar
Ester Einarsdóttir og Sigurlaug Guðmundsdóttir

Styrkur frá Oddfellowreglunni

Í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellowreglunnar veittu Laufeyjarsystur Öldrunarheimili Akureyrar styrk.
Lesa fréttina Styrkur frá Oddfellowreglunni
Lögmannshlíð

Lögmannshlíð: Hjúkrunarfræðingur

Öldrunarheimili Akureyrar óska eftir hjúkrunarfræðingi til starfa í Lögmannshlíð til afleysingar í ár. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 70% starf í vaktavinnu. Unnið er þriðju hvortu helgi 12 tíma vaktir, auk þess þarf viðkomandi að geta unnið morgun-, kvöld- og næturvaktir.
Lesa fréttina Lögmannshlíð: Hjúkrunarfræðingur
Margrét Sesselja Magnúsdóttir

Gjöf frá Elligleði

ÖA barst vegleg gjöf frá Margréti Sesselju Magnúsdóttur annars eiganda Elligleði. Færði hún ÖA 20 handsaumaða, margslungna klúta sem ætlaðir eru íbúum og gestum sem hafa einkenni heilabilunar. ÖA þakkar Sesselju kærlega fyrir þessa skemmtilegu gjöf. Nánar má lesa um verkefni Elligleði á heimasíðu þeirra elligledi.123.is
Lesa fréttina Gjöf frá Elligleði
Öldrunarheimili Akureyrar - annað af tveimur heimilum sem tilheyra ÖA, Hlíð Austurbyggð 17 og Lögman…

Athugasemd vegna umfjöllunar um málefni ÖA

Vegna umfjöllunar um Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) á Facebook og á vef Fréttablaðsins er rétt að eftirfarandi komi fram: Starfsfólki og stjórnendum ÖA þykir leitt að upplifun aðstandanda eins íbúa öldrunarheimilanna sé slík sem fb-færsla viðkomandi ber vitni um. Það er ávallt erfitt og sorglegt þegar einstaklingar „hverfa“ smám saman inn í heim heilabilunarsjúkdóma. Á Öldrunarheimilum Akureyrar vinnum við á heimilum þess fólks sem þar býr og kappkostum að íbúunum líði eins vel og kostur er. Við yfirförum verkferla með kerfisbundnum hætti með það að markmiði að gera betur ef þess er nokkur kostur.
Lesa fréttina Athugasemd vegna umfjöllunar um málefni ÖA
Sanne Einfeldt

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð á ÖA

Sanne Einfeldt er kennari við Socil- og Sunnhedsskolen á Fjóni í Danmörku. Hún er sjúkraþálfari og meðferðaraðili í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð með sérhæfingu í að vinna með streitu og álag. Sanne kom ásamt meðkennara sínum í heimsókn síðastliðinn vetur til að kynna sér starfsemi og nýjungar á svið velferðartækni.
Lesa fréttina Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð á ÖA
Hrafninn

Hrafninn er kominn á vefinn

Nýjasti Hrafninn er nú aðgengilegur hér á heimasíðu okkar.
Lesa fréttina Hrafninn er kominn á vefinn
Frá undirritun samnings ÖA og Sí. Á myndinni eru f.v. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Mar…

Tímamótasamningur um öldrunarþjónustu undirritaður á Akureyri

Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa undirritað samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur og nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands og Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar undirrituðu samninginn laugardaginn 29. júní sl. að viðstöddum gestum á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Að undirritun lokinni var hann staðfestur af hálfu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráherra og Ásthildar Sturludóttur bæjarstjóra.
Lesa fréttina Tímamótasamningur um öldrunarþjónustu undirritaður á Akureyri
GLeðivika á Hlíð

GLeðivika á Hlíð

Það var mikið um að vera á Hlíð í síðustu viku.
Lesa fréttina GLeðivika á Hlíð
Gleðidagur á Hlíð

Gleðidagur á Hlíð

Hin árlegi Gleðidagur verður á Hlíð á morgun, föstudaginn 21. júní.
Lesa fréttina Gleðidagur á Hlíð
Katrín, Halla, Björg og Ingunn ásamt Kristjáni Má sálfræðingi og umsjónarmanni LMI námsins.

Stjórnendaþjálfun á ÖA

Undanfarin þrjú ár hafa starfsmenn ÖA tekið þátt í námskeiðinu „Árangursrík stjórnun“ sem er hluti af LMI námi sem Kristján Már Magnússon sálfræðingur hefur umsjón með og stýrir. Námið er stjórnendaþjálfun sem byggir á því viðhorfi að mannauðurinn sé stærsta auðlind hvers fyrirtækis og mikilvægt er að hver og einn noti til fullnustu getu sína og möguleika. Námskeiðisefnið gefur verkfæri sem hjálpa til við að takast á við þau viðfangsefni sem stjórnendur eru með í daglegu starfi.
Lesa fréttina Stjórnendaþjálfun á ÖA