Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Verjum viðkvæma hópa.

Minnum á samfélagssáttmálann

Síðustu vikurnar höfum við verið á „hættustigi“ vegna Covid-19 heimsfaraldurs. Nú er fjöldi smita að aukast hérlendis og líka fjölgar þeim sem eru í sóttkví. Í dag bárust staðfestingar um 17 ný smit innanlands í gær. Á Norðurlandi eystra er 1 í einangrun og 61 í sóttkví.
Lesa fréttina Minnum á samfélagssáttmálann
Höldum bilinu. Landspítali, WHO og Embætti landlæknis.

Hertar sóttvarnarráðstafanir innan ÖA

Í ljósi fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu sl. sólahringa hefur Viðbragðsráð ÖA hert sóttvarnarráðstafanir innan veggja heimilanna skv. leiðbeiningum frá Almannavörnum, Embætti landlæknis og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Lesa fréttina Hertar sóttvarnarráðstafanir innan ÖA
Orlofsferðir starfsfólks erlendis.

Orlofsferðir starfsfólks erlendis

Landlæknisembættið gefur út/viðheldur yfirliti yfir skilgreind áhættusvæði og upplýsingar um útgefin tilmæli um sóttkví við heimkomu frá útlöndum. Upplýsingar þar að lútandi er að finna á heimasíðu embættisins www.landlaeknir.is. Akureyrarbær hefur sett fram verklag byggt á þeim viðmiðum sem um sóttkví eru settar hverju sinni og varðar orlofsferðir starfsfólks erlendis. Í verklaginu er tiltekin tilkynningaskylda starfsmanns til yfirmanns, upplýsingaskyldu við heimkomu og fjarvistaskráningu vegna orlofsferðar erlendis.
Lesa fréttina Orlofsferðir starfsfólks erlendis
Mikilvægar upplýsingar til aðstandenda og þeirra sem hafa hug á að heimsækja íbúa ÖA

Mikilvægar upplýsingar til aðstandenda og þeirra sem hafa hug á að heimsækja íbúa ÖA

Undanfarnar vikur hefur starfsemi ÖA verið að komast í fyrra horf. En þrátt fyrir það erum við enn að vinna eftir fjöldatakmörkunum þar sem hámark 50 manns mega vera í sama rými og erum sífellt á varðbergi gagnvart mögulegu smiti inn á heimilin. Fá smit hafa verið á Íslandi undanfarið þar til núna síðustu daga. Í ljósi þess viljum við á Öldrunarheimilum Akureyrar koma eftirfarandi tilmælum á framfæri til okkar gesta: • Ef þú hefur verið erlendis, ekki koma í heimsókn fyrr en 14 dögum eftir heimkomu. Ef sækja þarf um undanþágu frá þessari reglu t.d. vegna bráðra veikinda ástvina fer undanþágubeiðnin í gegnum forstöðumann heimilis. • Íbúar á ÖA fari ekki í heimsókn þar sem einstaklingar nýkomnir erlendis frá eru. • Ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni. • Nauðsynlegt er að þvo vel hendur og spritta í upphafi heimsóknar. Í sameiningu leggjumst við öll á eitt við að vernda íbúa Öldrunarheimilanna gegn smiti. Hugum að hvar við höfum verið og hverja við höfum verið að umgangast áður en við komum í heimsókn. Takk fyrir skilninginn, umburðarlyndið og góða samvinnu. Athugið: Ef smit vegna covid-19 aukast aftur munu tilslakanir ganga til baka og reglur hertar á ný.
Lesa fréttina Mikilvægar upplýsingar til aðstandenda og þeirra sem hafa hug á að heimsækja íbúa ÖA
Hlíð

Góð reynsla af sveigjanlegri dagþjálfun

Nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun hjá Öldrunarheimilum Akureyrar hefur reynst mikilvægur hlekkur í viðbrögðum við hækkandi hlutfalli aldraðra og breytilegum þörfum þeirra. Niðurstaða áfangamats að loknu fyrsta starfsári er að sveigjanleg dagþjálfun hafi aukið fjölbreytni í þjónustu við eldra fólk á Akureyri.
Lesa fréttina Góð reynsla af sveigjanlegri dagþjálfun
Rögnvaldur

Nýr verkstjóri ráðinn í þvottahúsið

Rögnvaldur B. Rögnvaldsson hefur tekið við starfi verkstjóra í þvottahúsinu í Hlíð
Lesa fréttina Nýr verkstjóri ráðinn í þvottahúsið
Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson

Saman stöndum við, sem aldrei fyrr

Hjónin Helga Kristjánsdóttir og Helgi Magnús Stefánsson vildu leggja sitt af mörkum í COVID-19 faraldrinum, þau stofnuðu facebókarsíðuna Saman stöndum við, sem aldrei fyrr og hrintu af stað söfnun sem lauk 1. maí. Tilgangur söfnunarinnar var að safna peningum fyrir SAk og Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA), til kaupa á öndunarvél fyrir Sak og spjaldtölvum fyrir ÖA. Við færum Helgu og Helga kærar þakkir fyrir að hugsa til okkar og þann hlýhug og frumkvæði sem þau sýndu ÖA. Það er ómetanlegt að finna fyrir velvilja og stuðningi í samfélaginu gagnvart íbúum Öldrunaheimila Akureyrar. Kærar þakkir til allra sem tóku þátt og veittu málefninu stuðning, íbúar ÖA njóta góðs af ykkar framlagi.
Lesa fréttina Saman stöndum við, sem aldrei fyrr
Tilslakanir á ÖA vegna Covid-19

Tilslakanir á ÖA vegna Covid-19

Undanfarnar vikur hér á ÖA, líkt og annarsstaðar í heiminum, hafa verið mjög ólíkar því sem við eigum að venjast.
Lesa fréttina Tilslakanir á ÖA vegna Covid-19
Hrafninn er kominn út

Hrafninn er kominn út

Nýtt blað af fréttablaði ÖA, Hrafninn er komið út. Það eru skemmtilegar myndir, viðtöl og frásagnir af lífinu á Öldrunarheimilum Akureyrar síðustu mánuði.
Lesa fréttina Hrafninn er kominn út
Helga Erlingsdóttir tekur við gjöfinni fyrir hönd ÖA

Vegleg gjöf til Öldrunarheimila Akureyrar

Fulltrúar Lionsklúbba komu færandi hendi á dögunum
Lesa fréttina Vegleg gjöf til Öldrunarheimila Akureyrar
Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun

Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun

Á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) hefur nýsköpunar- og þróunarverkefnið um sveigjanlega dagþjálfun verið starfrækt síðan í febrúar 2019. Unnið hefur verið áfangamat þar sem farið er yfir fyrstu niðurstöður verkefnis eftir fyrsta starfsárið. Þann 6. mars síðastliðinn var áfangamatið kynnt fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Öldrunarheimilin fengu mjög jákvæð viðbrögð við fyrstu niðurstöðum og var í framhaldinu gerð áætlun um áframhaldandi þróun verkefnis fyrir árið 2020.
Lesa fréttina Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun