Vinnuvernd og öryggismál

 

Öryggisnefnd Öldrunarheimila Akureyrar

Öryggistrúnaðarmenn:

Kristlaug María Valdimarsdóttir fyrir Eini- og Grenihlíð og Aspar- og Beykihlíð, Eva H. Magnúsdóttir fyrir Víði- og Furuhlíð, Andreea Georgiana Lucaci fyrir Austurhlíðar og Kristín Brynja Árnadóttir fyrir Lögmannshlíð.

Öryggisverðir:

Björg Jónína Gunnarsdóttir og Helga Erlingsdóttir.

Eldvarnareftirlitsmenn:

Daði Hálfdánarson og Lúðvík Freyr Sæmundsson.

Öryggistrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn, öryggisverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn.

Öryggisnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða.

Öryggisnefndin heldur fundi eins oft og hún sjálf telur þörf á en þó eigi sjaldnar en fjórum sinnum á ári og setur fundargerðir á sameiginlegt drif Öldrunarheimila Akureyrar sem er aðgengilegt starfsfólki.

Helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða eru að:

 • taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda
 • kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun
 • fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum
 • vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu
 • gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur
 • fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt

 

Nánari upplýsingar í reglugerð 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum

  

Vinnuverndarstefna Öldrunarheimila Akureyrar

Ábyrgðaraðili á að stefnu sé fylgt eftir í daglegum rekstri:

Framkvæmdarstjóri (FS) ásamt forstöðumönnum heimila (FH).

 

Vinnuverndarstefna

Ábyrgð

Hvernig

Tryggjum öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi og komum í veg fyrir slys og atvinnutengda sjúkdóma.

FS og FH

Gera áhættumat fyrir fyrirtækið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur. Öll vinna er í samræmi við Vinnuverndarlögin. Hafa áhættumatið lifandi og aðgengilegt öllu starfsfólki. Skrá öll slys og næstum slys.

Sjá til þess að starfsmenn fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun við störf sín.

FH

Að starfsmenn hafi grunnþekkingu á sviði vinnuverndar með því að sækja námskeið og hafa aðgang að fræðsluefni tengt vinnuvernd. Hafa vinnuvernd hluta af nýliðafræðslu. Ræða við starfsfólk eftir ákveðinn reynslutíma.

Hafa vinnuverndina virka í daglegum rekstri.

FH

Aldrei að gefa afslátt á vinnuverndinni. Áhættumat um öll ný og óvenjuleg störf. Hafa vinnuferla skýra og fylgja verklagsreglum. Opin fyrir breyttum og bættum aðferðum.

Tryggjum að vélar, tæki og varasöm efni stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu.

FH

Tryggja að starfsmenn hafi viðeigandi réttindi og kunnáttu á þær vélar og tæki sem eru notuð. Öryggisblöð fyrir hættumerkt efni séu til staðar.

Stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan starfsmanna.

FS og FH

Stuðla að fjölbreyttum verkefnum fyrir alla starfsmenn. Að starfsmenn hafi mikið sjálfræði og sveigjanleika við vinnuna. Að starfsmenn styðji og hjálpi hver öðrum.

Tryggja öryggi starfsmanna sem vinna einir.

FH

Hafa samskiptaleiðir eða boðleiðir skýrar. Öll verk skipulögð þannig að einhver viti hvar starfsmenn eru og hvenær vinnu líkur.

Hafa alltaf síma á sér.

Hafa virka viðbragðs-og rýmingaráætlun vegna t.d. eldsvoða, jarðskjálfta, flóða o. fl. Slökkvibúnaður og skyndihjálparbúnaður sé í lagi.

FS og FH

Hafa flóttaleiðir vel merktar.

Halda rýmingaræfingar.

Yfirfara reglulega neyðar- og slökkvibúnað.

 

Viðbrögð við brunaboðum 

Tilgangur og afmörkun:

Að allir starfsmenn séu öruggir og vel undirbúnir ef eldur kemur upp og viti hvað ber að gera þegar brunaviðvörunarkerfi fer í gang.

 Ábyrgð:

 • Allir starfsmenn bera jafna ábyrgð ef rýma þarf húsið.

 Viðbrögð:

 • Ef brunaboði fer í gang tilkynnir Securitas það strax til Slökkviliðs.
 • Ef um er að ræða staðfestan eld, skal viðkomandi heimili/eining þar sem eldur er hringja í 112 og láta vita.

 Stjórnendur aðgerða:

Þeir sem mæta við aðalstjórnstöð í anddyri og stýra aðgerðum þar til slökkviliðið mætir á staðinn eru á

á dagvinnutíma:

starfsmaður í afgreiðslu og yfirmaður í eldhúsi

utan dagvinnutíma:

vakthafandi hjúkrunarfræðingur/lyfjavakt/vaktstjóri í Austurhlíðum og Víðihlíð

Aðrar einingar bíða eftir fyrirmælum frá stjórnendum um framhald aðgerða

 

 • Stjórnendur kanna orsök boða í stjórnstöð.
 1. Fara á næstu stöð
 2. Athuga hvaðan boðin berast (sjá númer og númeraskrá)

 

 • Stöðvun á hljóðgjafa (bjöllur):
 1. Slökkva á brunabjöllu,
 • Lykill settur í, kerfið opnað
 • Slökkt á viðvörunarbjöllu

 

 • Kannið orsök boðanna þaðan sem þau koma:
 1. Fara á staðinn og athuga hvort um eld sé að ræða
 2. Ef ekki er eldur hringja í Securitas 460 6261 til að afboða slökkviliðið
 3. Skrá í þjónustubók eðli boðunar ef um bilun/feilboð er að ræða
 4. Ef eldur rýmið svæði sem eru í hættu samkvæmt áætlun (sjá mynd)

 

 • Endurstillið ekki brunaviðvörunarkerfið fyrr en skýring er fundin:
 1. Endurræsa kerfið

 Símar:, Securitas 460 6261, Umsjónarmaður  893 1730, Neyðarlínan 112

 

Áreitni og einelti

Allt starfsfólk Akureyrarbæjar á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að vinna störf sín án þess að eiga á hættu einelti og kynferðislega áreitni. Sjá nánar hér: http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/areitni

Vinnuvernd

Vinnuveitendum ber að uppfylla ýmis lög og reglur er varða vinnuvernd á vinnustað, sjá nánar hér: http://www.akureyri.is/starfsmannahandbok/vinnuvernd

 
Síðast uppfært 24. mars 2021