Starfsfólk

Starfsmenn við Öldrunarheimili Akureyrar eru alls um 320 í um 200 stöðugildum. Starfsmenn eru með margs konar menntun og er lögð áhersla á tilboð um fjölbreytta endurmenntun sem stendur öllum starfsmönnum til boða.born-i-lystigardinum

Öldrunarheimilunum hefur fylgt mikið starfsmannalán í gegnum tíðina og er svo enn. Margir starfsmannanna hafa starfað á heimilunum í 1-2 áratugi og skapast við það stöðugleiki og reynsla sem er íbúum og þjónustunni mjög mikilvæg.

Vonast er til þess að starfsmannalán muni áfram fylgja heimilunum og að Öldrunarheimili Akureyrar verði með endurbættu húsnæði hinn ákjósanlegasti vinnustaður þar sem fagþekking, verkkunnátta og þjónustulund mun þróast í samræmi við markmið bæjarstjórnar.

Um starfsmenn gilda stefnur og ákvarðanir bæjaryfirvalda á Akureyri.

Um símanúmer og netföng yfirmanna á einstökum heimilum vísast til viðkomandi heimila og þjónustuþátta.

 

  • Hér  má sjá skýrslu um markvissa uppbyggingu starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar 
Síðast uppfært 16. apríl 2020