- Heimilin
- Dagþjálfun - Tímabundin dvöl
- Þjónusta
- Gæði og þróun
- Hagnýtt
Öldrunarheimili Akureyrar hafa í samstarfi við Búsetudeild Akureyrarbæjar, unnið að undirbúningi og innleiðingu Þjónandi leiðsagnar. Hugmyndafræðin Þjónandi leiðsögn var þróuð á níunda áratugnum af John McGee í Bandaríkjunum. Í Þjónandi leiðsögn byggja öll samskipti á virðingu og umhyggju og að skapa traust á milli einstaklinga og eru refsingar, líkamlegar eða andlegar aldrei notaðar til að ná fram breytingum. Vinna við að innleiða Þjónandi leiðsögn á ÖA hófst með skipulegum hætti í ársbyrjun 2014, með þátttöku leiðandi starfsmanna í námskeiðum og ráðstefnum og nú síðast með áfangaskiptu innleiðingarferli og fræðslu til allra starfsmanna ÖA.
Allir einstaklingar eiga sína sögu, minningar, styrkleika og veikleika. Þetta hefur áhrif á samskipti ásamt tilfinningum, óskum og löngunum. Þjónandi leiðsögn leggur áhersla á að horfa á styrkleika einstaklinga og mæta þeim með virðingu og skilyrðislausri umhyggju í öllum þeim aðstæðum sem upp geta komið.