Framkvæmdaráð Eden ÖA


Á ÖA er starfandi Eden ráð sem í situr áhugasamt starfsfólk frá öllum heimilum, svo kallaðir Eden tenglar ásamt stjórnendum. Markmið ráðsins er að efla og styðja við starfsemina sem grundvallast á Eden hugmyndafræðinni.
Til að vinna markvisst að Eden ferðalaginu eru Eden tenglar mikilvægir á hverju heimili. Þeir eru áhugasamir, hafa reynslu og þekkingu á hugmyndafræðinni. Eru færir í mannlegum samskiptum og ná vel til annarra. Eru hvetjandi og jákvæðir. Þeir bera ábyrgð á að efla og viðhalda Eden hugmyndafræðinni á sínu heimili og að vera virkir þátttakendur í Eden ferðalaginu.

Síðast uppfært 14. apríl 2020