- Heimilin
- Dagþjálfun - Tímabundin dvöl
- Þjónusta
- Gæði og þróun
- Hagnýtt
Eden hugmyndafræðin leggur áherslu á sjö meginþætti vellíðunar: sjálfsmynd, tengsl, öryggi, þroska, tilgang, sjálfstæði og loks gleði. Nú hafa Helga G. Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri ÖA og Friðný B. Sigurðardóttir, forstöðumaður stoðþjónustu ÖA tekið saman höndum og gefið út, í samvinnu við Eden Alternative Iceland, bækling um lykla vellíðunar. Bæklingurinn tekur á því hvernig hægt er að nýta lyklana til að greina hvaða meginþátt vellíðunar er ekki fullnægt og hvað hægt er að gera til að styrkja einstaklinginn til vellíðunar. Á ÖA er unnið markvisst með vellíðunarlyklanna útfrá hugmyndafræði Eden Alternative og Þjónandi leiðsagnar með þeim tilgangi að styrkja og efla íbúa, starfsmenn, vini og ættingja og auka lífsgæði þeirra.