Eden hugmyndafræðin

Einmanaleiki, vanmáttarkennd og leiði eru oft meginástæður vanlíðunar íbúa hjúkrunarheimila. Því er mikilvægt að skapa aðstæður þar sem lífið snýst um náin samskipti, tengsl og óvæntar uppákomur. Áhersla er lögð á fjölbreytileika til að auðga daglegt líf hvers og eins. Til að ná þessum markmiðum er unnið eftir Eden hugmyndafræðinni á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA).

 

Síðast uppfært 14. apríl 2020