Netfræðsla fyrir nýtt starfsfólk

Fræðslumyndböndin á síðunni eru 15.

1. Eden hugmyndafræðin – nýliðar. 13 mín.

2. Eden hugmyndafræðin – framhald. 20 mín.

3. Persónuvernd og þagnarskylda. 7 mín.

4. Þjónandi leiðsögn – kynning. 15 mín.

5. Grundvallarsmitgát á ÖA. 20 mín.

6. Verklag við lyfjagjafir – umönnunaraðilar. 6 mín.

7. Handsprittun. 1 mín.

8. Aðferð við handhreinsun með vatni og sápu. 2 mín.

9. Samskipti og heilabilun. 30 mín.

10. Rafræn sjúkraskrá. 12 mín.

11. Lyfjafræðsla fyrir sjúkraliða með ábyrgð á vakt. 11 mín.

12. Vaktavinna, lífsgæði og vellíðan. 17 mín.

13. Vinnustund sjálfsþjónusta - skrá vaktaósk. 2 mín.

14. Vinnustund vaktaóskir - 2 á sama sólarhring. 1 mín.

15. Vinnustund vaktaóskir - skrá fríósk. 1 mín.

 

1. Eden hugmyndafræðin – nýliðar (13 mín.)

Efni: Fjallað um breytta menningu frá stofnun til heimilis, hvað er Eden hugmyndfræði og kynntar grunnreglurnar þar sem lögð er áhersla á að skapa líf sem vert er að lifa með því að vinna gegn einmanaleika, vanmáttarkennd og leiða. Eden verkfærin eru kynnt sem hægt er að nota til þess að skapa stað þar sem íbúar og starfsmenn vaxa og dafna og líffræðilegur fjölbreytileika er til staðar.

Fyrirlesari: Þóra Sif Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur

 

 

2. Eden hugmyndafræðin – framhald (20 mín.)

Efni: Netfræðsla sem þátttakendur á framhaldsnámskeiði í hugmyndafræði ÖA eru beðnir um að vera búnir að hlusta á áður en þeir mæta á námskeiðið. Þessi fræðsla gefur tækifæri til að dýpka sig í hugmyndafræðinni og farið yfir öll þau helstu verkfæri sem við höfum til að vera í stakk búin til að veita persónumiðaða umönnun til að auka vellíðan íbúa, notenda, aðstandenda og starfsfólks.

Fyrirlesari: Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi

Ath: hljóðið er mjög lágt.

 

 

3. Persónuvernd og þagnarskylda (7 mín.)

Efni: Fjallað er um skilgreiningu á persónuvernd, hvað eru persónulegar upplýsingar, heimildir til að vinna persónuupplýsingar, réttur notenda/íbúa ÖA. Afhending persónulegra gagna og eyðing gagna. Þagnaskylda skilgreind.

Fyrirlesari: Þóra Sif Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur

 

 

4. Þjónandi leiðsögn– kynning (15 mín.)

Efni: Hvað er þjónandi leiðsögn og hvernig er hægt að nýta hugmyndafræðina í starfi á hjúkrunarheimili. Hvernig verkfæri þjónandi leiðsagnar eru notuð.

Fyrirlesari: Ingunn Eir Eyjólfsdóttir félagsráðgjafi og Þjónandi leiðsagnar mentor

 

 

5. Grundvallarsmitgát á ÖA (20 mín.)

Efni: Með réttum vinnubrögðum og þekkingu á orsökum sýkinga og smitleiðum getum við tekið þátt í að hindra og koma í veg fyrir smit. Við getum þannig verndað skjólstæðinginn, okkur sjálf og aðra gegn sjúkdómum. Sýkingavarnir eru því grundvallarþáttur í forvörnum.

Fyrirlesari: Helga G. Erlingsdóttir Ms hjúkrunarfræðingur

Ath: þetta myndband spilast ekki í microsoft edge vafranum.

 

 

6. Verklag við lyfjagjafir - umönnunaraðilar (6 mín.)

Efni: Farið yfir tegundir lyfja, hvernig lyfin eru gefin, framkoma við lyfjagjöf, förgun lyfja og lyfjapoka, kvittun fyrir lyfjagjöf og lyfjamistök. Við afhendingu lyfja er lögð áhersla á réttan einstakling, réttan tíma og réttan dag.

Fyrirlesari: Elín hjúkrunarfræðingur

 

 

7. Handsprittun (1 mín)

 

 

8. Aðferð við handhreinsun með vatni og sápu (2 mín.)

 

 

9. Samskipti og heilabilun (30 mín.)

Efni: hvað er heilabilun og hvernig er birtingarmynd hennar í samskiptum. Aðferðir til að bæta samskipti við þá einstaklinga sem eru með heilabilun og krefjandi hegðun

Fyrirlesari: Elísa Arnars Ólafsdóttir og Ester Einarsdóttir iðjuþjálfar

 

 

10. Rafræn sjúkraskrá (12 mín.)

Efni: Farið yfir helstu þætti við innritun, uppsetningu, skráningu og lestur í rafrænni sjúkraskrá. Hvernig viðkomandi skráir sig inn í kerfið, leitar upplýsinga og mikilvægi þess að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda um rafræna sjúkraskrá

Fyrirlesari: Anita Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur.

 

 

11. Lyfjafræðsla fyrir sjúkraliða með ábyrgð á vakt (11min.)

Fyrirlesari: Elín Svana Lárusdóttir hjúkrunarfræðingur.

 

 

12. Vaktavinna, lífsgæði og vellíðan (17 mín.)

Efni: Fjallað er um vaktavinnu, lífsgæði og velliðan til að efla vitund starfsmanna á þátttum sem geta dregið úr vinnutengdu álagi, eflt heilsu og vellíðan þrátt fyrir vaktavinnu. Einnig er umfjöllun um hlutverk svefns og vöku, og hvernig vaktaskipulag, svefn, mataræði og hreyfing hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu.

Fyrirlesari: Helga G. Erlingsdóttir Ms hjúkrunarfræðingur.

 

 

13. Vinnustund sjálfsþjónusta - skrá vaktaósk (2:09 mín.)

Kennslumyndband frá Advania.

 

 

14. Vinnustund vaktaóskir - 2 á sama sólarhring (1:04 mín.)

Kennslumyndband frá Advania.

 

 

15. Vinnustund vaktaóskir - skrá fríósk (1:16 mín.)

Kennslumyndband frá Advania.

 

 

Síðast uppfært 25. febrúar 2020