Bæklingur um einmanaleika

Til að bregðast við umræðu um einmanaleika meðal þjónustuþega og viðleitni til að setja málefnið á dagskrá, hafa Öldrunarheimili Akureyrar og skrifstofa öldrunar- og húsnæðismála hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, þýtt og gefið út bækling um einmanaleika meðal eldra fólks. Þekkt er að einmanaleiki hefur veruleg áhrif á lífsgæði eldra fólks og þörf þess fyrir aðstoð eða þjónustu.
Í könnun sem gerð var í lok árs 2016 og unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytið og Landssamband eldri borgara, kom fram að um tveir af hverjum þremur eldri borgurum (um 65%) er aldrei einmana. Hópurinn sem upplifir einmanaleika hefur þó stækkaði frá árinu 2007 að fyrsta könnunin var gerð og árið 2012 mældust 13% eldri borgara stundum eða oft einmana og það hlutfall orðið 17% svarenda árið 2016. Þá kom einnig fram að mun fleiri upplifa einmanaleika stundum eða oft, í hópi þeirra sem eru ógiftir eða ekkjur/ekklar, búa einir, eru tekjulitlir eða búa við slæma heilsu.
Í nýrri íslenskri rannsókn meðal 60 ára og eldri kemur fram að um 22% Íslendinga sem eru 67 ára og eldri upplifa sig einmana stundum eða oft. Fleiri konur en karlar upplifa einmanaleika og þá virðast þeir sem yngri eru (eru 60-67 ára) upplifa meiri einmanaleika en þeir sem eldri eru. Því má gera ráð fyrir að á bilinu 7000 - 8500 Íslendingar 67 ára og eldri upplifi einmanaleika stundum eða oft. Þessar niðurstöður eru í takti við það sem áður hefur komið fram og að ýmislegt bendi til að meiri einmanaleiki sé meðal yngra fólks en eldra.

Bæklinginn má finna hér

 

Síðast uppfært 16. apríl 2020