Tímabundin dvöl

Á Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar eru 7 hvíldarrými. Rými þessi eru einbýli og eru veitt í allt að 4 vikur í senn eða eftir samkomulagi.

Tímabundin dvöl er hugsuð sem eitt af úrræðum til þess að fólk geti dvalið sem lengst heima, en í dvölinni getur fólk byggt sig upp og ættingjar hvílast á meðan.

Hér er hægt að ná í umsóknareyðublað fyrir tímabundna dvöl.

 

Umsókn um færni- og heilsumat á Norðurlandi þarf að berast til:

Færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands

Heilsugæslustöðinni á Akureyri
Hafnarstræti 99
600 Akureyri

Bryndís Dagbjartsdóttir verkefnastjóri Færni og heilsumats er starfsmaður nefndarinnar á Akureyri. Símatími er á milli kl. 9:45-11:45 í síma 432-4558. Ef ekki næst í starfsmenn færni- og heilsumats vinsamlega hringið í skiptiborð 432-4600 til að fá frekari upplýsingar.

Hægt er að bóka viðtal hjá starfsmönnum FHMN ef óskað er eftir ráðgjöf. 

 

Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðum HSN Akureyri og Akureyrarbæjar. Líka er mögulegt að fá eyðublöð send í pósti, ef viðkomandi hefur ekki aðgang að tölvu og hringja skal þá á búsetusvið s. 460-1410 eða í ofangreindan starfsmann Færni og heilsumats.

 

Umsókn um tímabundna dvöl

umsóknareyðublað

 

 

 

Síðast uppfært 02. nóvember 2020