Þjónusta við gesti dagþjálfunar

Öflugt félagsstarf er í Hlíð og geta dagþjálfunargestir tekið þátt í öllu því félagsstarfi sem er á dagskrá, s.s. ýmiss konar handverki, bingói, upplestri o.fl. Þá hafa gestir í dagþjálfunar aðgang að ýmissi annarri þjónustu hér á Hlíð, til að mynda:

Sjúkraþjálfun: Hægt er að fá sjúkraþjálfun að fenginni tilvísun frá lækni. Við sjúkraþjálfunina starfa sjúkraþjálfarar frá Eflingu og þar er ágæt aðstaða til æfinga. Heitur pottur er á staðnum.

Hreyfing: Léttir leikfimitímar eru daglega kl. 11.15. Farið er í gönguferðir tvisvar á dag og sundferðir eru tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. 

Iðjuþjálfun: Boðið er upp á iðjuþjálfun við dagþjálfunina. Markmið iðjuþjálfunarinnar er að viðhalda og efla færni notenda við iðju.

Hvíldaraðstaða: Aðstaða er í góðum hægindastólum fyrir þá sem þess óska.

Bað: Aðstaða er til að fara í sturtu fyrir þá sem ekki geta nýtt sér aðstöðu heima fyrir. 

 

Þá eru eftirfarandi aðilar með aðstöðu fyrir starfsemi sína á Hlíð:

Fótaaðgerðastofa Berglindar er með aðstöðu á Hlíð. Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega.

 Hárstúdíó Hafdísar í Hlíð er með aðstöðu í Hlíð. Fyrir þessa þjónustu þarf að greiða sérstaklega.

Síðast uppfært 23. mars 2021