Dagþjálfun í Hlíð

Í Hlíð er starfrækt dagþjálfun fyrir einstaklinga sem búa í heimahúsum og þurfa stuðning í þeim tilgangi að viðhalda færni og getu til að búa áfram heima. Áhersla er lögð á að styðja notendur dagþjálfunar til sjálfstæðis og sjálfræðis, ásamt því að efla færni og sjálfsbjargargetu heima og í dagþjálfun. Tekið er mið af getu hvers og eins þannig að hver og einn fái að njóta sín, finni fyrir öryggi og vellíðan. Fastir liðir í þjálfuninni eru m.a. hópastarf, samverustundir, upplestur, söngur, leikfimi, útivera, gönguferðir, sund, aðstoð í eldhúsi og handverk. Misjafnt er eftir einstaklingum hversu mikið þeir nýta þjálfunina, getur verið allt frá einum degi upp í alla daga vikunnar.
Dagþjálfunin í Hlíð skiptist í dagþjálfun Austurhlíða sem opin er alla daga ársins, frá kl. 8:15 til klukkan 21:00 og dagþjálfun í Grænuhlíð sem opin er alla virka daga frá 8:15 til 16:00. Grænahlíð er lokuð alla rauða almanaksdaga, aðfangadag og gamlársdag er opið til kl. 12:00.

Hvernig sótt er um:

Umsóknir um dagþjálfun skulu berast til Búsetusviðs Akureyrarbæjar Glerárgötu 26, 2. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin í þjónustuveri í Geislagötu 9 og í dagþjálfuninni í Hlíð, Austurbyggð 17 og svo HÉR

 

Kostnaður

Gestir dagþjálfunar greiða 1.217 krónur fyrir heilan dag. Innifalið í gjaldi er akstur og fæði. Greiðsla er innheimt með gíróseðlum sem sendir eru út mánaðarlega.

 

Akstur

Ferliþjónusta Akureyrarbæjar sér um almennan akstur í og úr dagþjálfun. Leigubílar á vegum BSO sjá um akstur einstaklinga í hjólastólum. Bílarnir stöðva fyrir framan heimili dagþjónustugesta og er mikilvægt að vera tilbúin/n þegar bíllinn kemur. 

 

Matur

Í boði er morgunmatur kl. 9.00, hádegisverður kl. 12.00 og síðdegiskaffi kl. 15.00. Léttur kvöldverður er kl. 18:00

 

Deildarstjóri dagþjálfunar í Grænuhlíð er Björg Jónína Gunnarsdóttir
Sími: 460 9201
Netfang: bjorgj@akureyri.is

Verkefnastjóri dagþjálfunar í Austurhlíð er Ingunn Eir Eyjólfsdóttir
Sími: 460 9111
Netfang: ingunne@akureyri.is

 

 

 

 

Síðast uppfært 04. október 2019