15.mar

Leikhópurinn Artik á Hlíð

Leikhópurinn Artik á Hlíð

Verkið er beinheimildaverk og byggir á viðtölum við eiginkonur sjómanna á norður- og austurlandi. Við skyggnumst inn í líf þriggja kvenna, kynnumst þeirra sýn á lífið og hvernig þær takast á við óvissuna, óttann og sorgina þegar háska ber að á hafi úti og þær eru í landi. Leikkonurnar þrjár, þær Vala Fannell, Katrín Mist Haraldsdóttir og Jónína Björt Gunnarsdóttir munu taka lag úr sýningunni, við undirleik Ármanns Einarssonar tónlistarstjóra, ásamt því að flytja stutt atriði. Þá munu þær kynna verkið og svara spurningum ef þær vakna. Með í för verður einnig höfundur og leikstjóri verksins, Jenný Lára Arnórsdóttir. Leikverkið Skjaldmeyjar hafsins, verður sýnt í Samkomuhúsinu 28. mars, 5. apríl og 12. apríl.