Fréttir frá Öldrunarheimilunum

Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun

Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun

Á Öldrunarheimilum Akureyrar (ÖA) hefur nýsköpunar- og þróunarverkefnið um sveigjanlega dagþjálfun verið starfrækt síðan í febrúar 2019. Unnið hefur verið áfangamat þar sem farið er yfir fyrstu niðurstöður verkefnis eftir fyrsta starfsárið. Þann 6. mars síðastliðinn var áfangamatið kynnt fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands. Öldrunarheimilin fengu mjög jákvæð viðbrögð við fyrstu niðurstöðum og var í framhaldinu gerð áætlun um áframhaldandi þróun verkefnis fyrir árið 2020.
Lesa fréttina Kynning á nýsköpunar- og þróunarverkefni um sveigjanlega dagþjálfun
Handboltalið Þórs mokaði snjó við Hlíð og Lögmannshlíð. Myndirnar tók Páll Jóhannesson.

Myndir frá heimsóknum í marsmánuði

Þrátt fyrir lokun Hlíðar og Lögmannshlíðar höfum við fengið góðar heimsóknir í mars. Takk fyrir okkur.
Lesa fréttina Myndir frá heimsóknum í marsmánuði
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Óskað eftir bakvörðum í velferðarþjónustu

Félags- og barnamálaráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga vinna í sameiningu að því að koma á fót bakvarðasveit í velferðarþjónustu. Útbreiðsla Covid-19 getur orðið til þess að valda erfiðleikum í veitingu þjónustu og skapað álag á vissum starfstöðvum. Mikilvægt er að tryggja lögbundna þjónustu og aðstoð við viðkvæmustu hópana og því hefur verið ákveðið að setja saman bakvarðasveit.
Lesa fréttina Óskað eftir bakvörðum í velferðarþjónustu

Viðburðir á næstunni

European Enterprise Promotion Awards - National Winner 2017